Hvernig á að stofna nýja notendur í WordPress

wordpress-vefsidu-notendur

Viltu bæta nýjum notendum og höfundum í WordPress vefsíðuna þína?

WordPress kemur með innbyggðu notendastjórnunarkerfi. Sem gerir þér kleift að bæta við notendum með mismunandi hlutverk og leyfisstig.

Það eru þrjár leiðir til að skrá nýja notendur í WordPress. Þú getur bætt við notendum handvirkt, látið notendur skrá sig ókeypis eða búið til greidda aðildarsíðu þar sem notendur greiða fyrir að skrá sig.

Í þessari færslu mun ég sýna hvernig á að skrá nýja notendur og höfunda handvirkt. Svo lengi sem þú sért með aðgang að síðunni 🙂

Ég ætla að gera ráð fyrir því að þú kunnir að skrá þig inn á Stjórnboð (e. Dashboard) síðunnar. En þegar þú ert komin/n þangað, þá smellirðu á Users, sem er í valmyndinni (e. Menu) vinstra megin.

Hér getum við séð alla notendur sem hafa einhvern aðgang að síðunni. En til þessa að búa til nýjan notenda, þá smellum við á „Add New“.

  • Username: Hérna mæli ég með því að hafa bara lágstafa fornafn og enga sérstafi.
  • Email: Netfang notendans sem aðgangurinn er fyrir.
  • First Name: Segir sig sjálft.
  • Last Name: Þetta segir sig líka sjálft 🙂
  • Website: Óþarfi að fylla þetta út.
  • Language: Þarna er verið að velja á hvaða tungumáli þú villt hafa WordPress. Ég hef alltaf á ensku, þar sem það er ekkert kennsluefni fyrir WordPress á íslensku og því betra að vita hvað allt heitir á ensku.
  • Password: Það er fínt að nota bara það lykilorð sem manni er gefið, en ef þú ert ekki með leið til að vista það, þá mæli ég með því að búa til eitthvað sterkt lykilorð sem þú manst.
  • Send User Notification: Sendir tilkynningu á netfang notendans og býður notendanum að setja nýtt lykilorð.
  • Role: Síðasta skrefið á síðunni er að velja WordPress notendahlutverk úr fellilistanum. Meira um það hér fyrir neðan.

Hvert notendahlutverk kemur með mismunandi möguleikum. Áskrifandi (e. Subscriber) er minnsta valdið og stjórnandi (e. Administrator) er valdamesta hlutverkið. Þú verður að velja hlutverk eftir því hvaða verkefni notandinn mun sinna á vefsíðunni þinni.

Þú veist kannski nú þegar hvaða hlutverk þú vilt veita notenda þínum. Ef svo er, veldu hlutverkið og smelltu síðan á hnappinn „Add New User“ neðst á skjánum.

Ef þú ert ekki viss um hvaða hlutverki gerir hvað, hafðu ekki áhyggjur. Ég mun fara betur yfir hlutverkin hér fyrir neðan.

Stjórnandi (e. Administrator)

Stjórnandi getur framkvæmt allar aðgerðir á WordPress síðunni þinni.

Þú ættir aðeins að úthluta þessu hlutverki til notenda sem þú treystir að fullu. Þú ættir einnig að vera örugg/ur um tæknilega færni þeirra.

Með þessu hlutverki getur notandi sett upp viðbætur (e. Plugins), breytt þema (e. Theme), eytt efni og jafnvel eytt öðrum notendum. Þar á meðal öðrum stjórnendum.

Ritstjóri (e. Editor)

Ritstjóri getur bætt við, breytt, birt og eytt eigin WordPress færslum. Þeir geta einnig gert allar þessar aðgerðir við færslur hjá öðrum notendum.

Þeir geta ekki fengið aðgang að stillingum vefsíðna, viðbóta, þema og annarra stjórnunareiginleika.

Þetta hlutverk er gagnlegt ef þú ert með ritstjóra fyrir síðuna þína sem stýrir hópi höfunda og birtir efni reglulega.

Höfundur (e. Author)

Höfundar geta bætt við, breytt og birt eigin færslur. Þeir geta líka hlaðið inn skrám.

Þeir geta ekki breytt eða birt færslur annarra eða fengið aðgang að eiginleikum eins og viðbótum, þemum, stillingum og verkfærum.

Þátttakandi (e. Contributor)

Þátttakandi getur bætt við og breytt eigin færslum en getur ekki birt þær.

Þeir geta ekki breytt færslum annarra notenda eða fengið aðgang að aðgerðum eins og viðbætur, þemu, stillingum og verkfærum.

Það er mikilvægt að hafa í huga að þátttakendur geta ekki hlaðið upp skrám, eins og myndum og PDF skjölum.

Áskrifandi (e. Subscriber)

Áskriftarhlutverkið leyfir ekki notendum að bæta við eða breyta færslum á nokkurn hátt.

Með sjálfgefnum stillingum geta áskrifendur búið til prófíl og vistað upplýsingar sínar. Þetta gerir þeim kleift að slá þær inn hraðar þegar þeir skilja eftir athugasemdir.

Þú getur líka notað viðbætur fyrir aðildar og námsstjórnunarkerfi (e. Learning Management System) til að búa til efni eingöngu fyrir meðlimi sem er í boði fyrir áskrifendur.

Þetta er auðvitað bara dropi í hafið þegar kemur að notendastillingum í WordPress. En í flestum tilfellum eru þetta þær einu stillingar sem við þurfum að kunna.

Ef þessi færsla hjálpaði þér, þá mátt þú endilega hjálpa mér og deila þessari færslu. Ef ekki, þá mátt þú endilega hafa samband og benda mér á það sem hefði mátt fara betur.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Pinterest